Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Barnaheill

Páli, Ronju og foreldrum þeirra er boðið í afmælið hennar Soffíu. Við fylgjumst
með fjölskyldunni þennan dag, samskiptum þeirra innbyrðis og við aðra og
þeim tilfinningum sem bærast með þeim.
Litil bok um STORAR tilfinningar miðar að því að styðja og styrkja
tilfinningaþroska barnsins. Bókin geymir tillögur að umræðuefnum og leikjum
til að auðvelda barninu að átta sig á mismunandi tilfinningum og togstreitu
sem það upplifir í sínu daglega lífi.
Mikilvægt er að styðja og styrkja tilfinningaþroska barnsins ekki síður en
hreyfi- og málþroska og það er á ábyrgð hinna fullorðnu að hjálpa barninu að
skilja tilfinningar sínar og læra að hafa stjórn á þeim. Bókin er ætluð börnum
frá 18 mánaða til sex ára. Þegar börn eru á bilinu tveggja til þriggja ára gömul
er kjörið að byrja að ræða við þau um tilfinningar. Börn læra smám saman að
skilja flóknar tilfinningar og á þessum aldri eru þau orðin fær um að orða þær.
Bókin býður upp á umræður bæði með yngri börnum og þeim eldri sem ráða
við flóknari samræður um tilfinningar.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun