Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Þorsteinn G. Þorsteinsson

Limrur eru hið leikandi form andagiftar. Þar er Þorsteinn G. Þorsteinsson á heimavelli. Limran er í eðli sínu frökk: „Hann sagði margt ljótt / svo engum var rótt,“ kveður Þorsteinn. En sérhver hinna 99 limra vekja með höfundi hugrenningar sem hann hnýtir við í óbundnu máli og fer þar ekki síður um víðan völl en í sjálfum limrunum. Gróður, náttúrufar og mannleg náttúra er Þorsteini hugleikin. Og hann fer víðar í pælingum sínum:. „Himnaríki er sagður staður þar sem gott sé að búa á.“ Limrur og léttar hugleiðingar er bók sem vekur og skemmtir í senn. Bók sem enginn limru-unnandi má láta fram hjá sér fara.