Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Charlaine Harris

Sookie Stackhouse getur lesið hugsanir. Hún hefur alltaf álitið það leiðindafötlun en vampírurnar í Louisiana meta hæfileika hennar mikils og notfæra sér grimmt. Að þessu sinni þurfa þær á þjónustu hennar að halda í Dallas þar sem vampíra er horfin sporlaust. Rétt áður en Sookie yfirgefur smábæinn Bon Temps finnst samstarfsmaður hennar, kokkurinn Lafayette, myrtur í bíl lögreglumanns og böndin berast að dularfullum kynlífsklúbbi sem sögur segja að sé starfræktur í bænum.

Bækur Charlaine Harris um hugsanalæsu gengilbeinuna Sookie Stackhouse njóta gríðarlegra vinsælda og eftir þeim eru gerðir sjónvarpsþættirnir vinsælu True blood. Lifandi dauð í Dallas er önnur bókin í seríunni sem út kemur á íslensku, hin fyrri Dauð þar til dimmir vakti verðskuldaða athygli. Bækurnar eru í kilju.

Halla Sverrisdóttir þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 10 klukkustundir og 8 mínútur að lengd. Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir les.

Spennan í þessari bók gat alveg gert út af við mig stundum. … Ég er ánægð með þessa bók, hún hélt mér þægilega vel við efnið … skemmtilegt hvað höfundur er mikill húmoristi … þessi bók var virkilega góð …
Kolbrún Ósk Skaftadóttir / miðjan.is

„Skemmtileg, hröð, fyndin og frábær blanda af vampíru- og spennusögu sem erfitt er að leggja frá sér og menn ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara.“
Susan Sizemore, rithöfundur

„Best er samband hinnar heillandi aðalsöguhetju, sem stendur með báða fætur óvenjufast á jörðinni, og yfirnáttúrlega kærastans hennar. Þú munt seint hitta fyrir ólíkari elskendur en þú gleymir þeim að minnsta kosti aldrei.
Romantic Times

„Höfundur með fágæta hæfileika.“
Publishers Weekly