Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir
Aldirnar eru sígildar og einstaklega vinsælar bækur þar sem Íslandssögunni eru gerð skil á aðgengilegan hátt í máli og myndum. Helstu atburðir hvers árs eru raktir í stuttum greinum sem höfða til lesenda á öllum aldri. Bækurnar eru stórskemmtilegar fróðleiksnámur og geyma lifandi sögu liðins tíma.
Öldin okkar 1986–1990 hefur að geyma frásagnir af stórum sem smáum atburðum, frá fundi leiðtoga stórveldanna í Reykjavík til krókódílafárs í Norðfirði, frá slysförum og sorgarviðburðum til kátlegra smámynda af íslensku mannlífi.
Nanna Rögnvaldardóttir skráði