Ætli draugar þurfi að tannbursta sig? hugsar Eyja en hristir svo höfuðið. Rögnvaldur er ekki draugur. Hann er bara með henni í anda, svona vinur sem hún getur hitt í huganum,
hvenær sem hún saknar hans.
Höfundur Bergrún Íris Sævarsdóttir
Ætli draugar þurfi að tannbursta sig? hugsar Eyja en hristir svo höfuðið. Rögnvaldur er ekki draugur. Hann er bara með henni í anda, svona vinur sem hún getur hitt í huganum,
hvenær sem hún saknar hans.
Sögurnar um bestu vinina Eyju og Rögnvald hafa slegið í gegn og heillað unga sem aldna.
Nú hittum við þau loks aftur í nýrri bók, í þetta sinn á bókasafninu þar sem vinirnir spjalla um lífið, tilveruna og það allra besta: bækur!
Langelstur á bókasafninu er allt í senn lestrardagbók, þrautabók, litabók og bráðfyndin skáldsaga eftir verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.
Bergrún Íris er alltaf að toppa sig í frábærum hugmyndum! - Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafnsfræðingur.
**** (Lang)skemmtilegasta bókin! - Fréttablaðið um Langelstur í bekknum
***** Bergrún nálgast þetta erfiða viðfangsefni af næmni, hreinskilni og virðingu fyrir lesendum sínum. - Lestrarklefinn um Langelstur að eilífu
Litasíður
Saga
Lestrardagbók
Þrautir
Aðrar vörur frá þessari verslun