Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Harpa Rún Kristjánsdóttir

[removed]

Hin tvítuga Maríanna, eða Anna, vinnur í Skálanum – á milli þess sem hún skemmtir sér með kærastanum Andra og aðstoðar ömmu sína og afa við bústörfin. Svo þarf að tækla foreldrana. En framtíðin lúrir handan við hornið og Ransí á Giljum sér breytingar í bollunum sínum. Og svo birtist nýr strákur með kunnuglegan svip í þorpinu ...

Kynslóð er stórskemmtileg og djúpvitur skáldsaga um fólk á ýmiss konar vegamótum þar sem fortíð og framtíð er teflt saman í raunsæislegri frásögn – þar sem þó er ekki allt sem sýnist.

Kynslóð er fyrsta skáldsaga Hörpu Rúnar Kristjánsdóttur, en hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðabók sína, Eddu.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun