Your Address
Choose Delivery Method
Höfundur: Arnaldur Indriðason

Valdemar, ungur og bláeygur íslenskufræðingur, heldur til náms í Danmörku árið 1955 og finnur þar fyrir landa sinn, gamlan prófessor, sem er heillum horfinn enda býr hann yfir skelfilegu leyndarmáli sem tengist ævafornri höfuðgersemi íslensku þjóðarinnar – Konungsbók Eddukvæða.

Leyndarmálið leiðir prófessorinn og lærisvein hans í mikla háskaför um þvera Evrópu – inn í skjalasöfn og grafhýsi, fornbókasölur og fátækrahverfi – þar sem mannslíf eru léttvæg fundin. Þetta er mögnuð og spennandi saga um hverju má fórna – og hverju verður að fórna – fyrir dýrustu gersemar kynslóðanna.

Konungsbók (2006) er tíunda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar og að ýmsu leyti ólík öðrum skáldsögum hans. Ekki vantar spennuna en tónninn er annar og boðskapurinn líka. Þetta er þjóðernisrómantísk saga því það sem spennan snýst um er menningararfurinn sjálfur sem þarf að verja.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 12 klukkustundir að lengd. Arnar Jónsson leikari les.

1.550 kr.
Delivery Info