Höfundur: Páll Valsson
Jónas Hallgrímsson – ævisaga eftir Pál Valsson kom fyrst út árið 1999 og var geysilega vel tekið, fékk frábæra dóma og varð metsölubók. Höfundur hlaut síðan Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina.
Í ævisögunni er fjallað um ævi og verk listaskáldsins góða, í senn af fræðilegri festu og í fjörlegri framsetningu, um leið og brugðið er upp leiftrandi myndum af samtíma Jónasar, litríkum persónum og átakamálum.