Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Esther Forbes

Johnný Treimain er fátækur, munaðarlaus piltur í Boston sem er í læri hjá silfursmið í bænum. Hann er handlaginn og efnilegur en stolt hans og stríð lund koma honum iðulega í vandræði. Örlagaríkir atburðir valda því að hann sogast inn í hringiðu frelsisbarátturnnar sem er að leysast úr læðingi í Ameríku. Um leið og Johnný tekur þátt í frægum atburði úr veraldarsögunni, teveislunni í Boston, gerast einnig dramatískir hlutir í hans eigin lífi.

Sagan af Johnný Tremain er eftir sagnfræðinginn og skáldsagnahöfundinn Esther Forbes og hlaut ein virtustu barna- og unglingabókaverðlaun Bandaríkjanna á sínum tíma. Bókinni fylgir eftirmáli þýðanda sem ætlaður er til fróðleiks um sögulegan bakgrunn og hinar fjölmörgu persónur bókarinnar sem eiga sér raunverulegar fyrirmyndir.

Bryndís Víglundsdóttir þýddi.

2.090 kr.
Afhending