Aristóteles er án efa einn áhrifamesti heimspekingur sögunnar.
Hann er frægasti nemandi Platons, kennari Alexanders mikla, einn af höfundum heimsmyndarinnar sem hin nýju vísindi og upplýsingin sneru niður. Einnig er hann höfundur dyggðasiðfræðinnar sem hefur haft mikil áhrif á siðfræðikenningar frá miðri 20. öld og fram á okkar daga. Hann er líka þekktur fyrir kenningar um að sumar manneskjur séu fæddir þrælar, að börn geti ekki verið hamingjusöm og að konur séu í eðli sínu vanskapaðir karlar.
Í þessu riti eru átta nýjar greinar um heimspeki Aristótelesar sem eiga uppruna sinn á málþingi sem haldið var í tilefni af 2400 ára fæðingarafmælis hans. Greinarnar fjalla um fjölbreytta þætti í frumspeki, siðfræði og skáldskaparlist Aristótelesar. Að auki er í bókinni birt ritgerð eftir Grím Thomsen um Aristóteles, en fyrri hluti ritgerðarinnar hefur þegar verið birtur í bókinni Hugsað með Platoni.
Ritstjórar: Eiríkur Smári Sigurðarson og Svavar Hrafn Svavarsson
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun