Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Páll Ásgeir Ásgeirsson

Ferðahandbókin Hornstrandir – gengið um eyðibyggðir frá Snæfjallaströnd til Ingólfsfjarðar er ómetanlegt hjálpartæki fyrir þá sem vilja ferðast á eigin vegum um Hornstrandir.

Hér er fjallað um allar helstu gönguleiðirnar á svæðinu, jafnt þær vinsælustu sem minna þekktu, og farið yfir öll þau atriði sem tengjast undirbúningi ferðar um svæðið; klæðnað, útbúnað, mat, leiðarlýsingar og aðstæður á Hornströndum, svo fátt eitt sé nefnt.

Í bókinni er fjöldi ljósmynda auk korta þar sem helstu gönguleiðir eru merktar, einnig yfirlit yfir lesefni og leiðbeiningar um vefslóðir og annað sem auðveldar alla skipulagningu ferðarinnar.