Höfundur: Sigfús Bjartmarsson
Homo economicus I eru ljóðmæli sem fjalla um gleðileikinn íslenska fram að hruni og þessa manntegund sem aðhyllist frjálshyggju og markaðstrú.
Einum kann að finnast ljóðin háð og spott, öðrum öfugmæli, þriðja skopstæling, fjórða oflof og þar með níð – en eitt er ljóst að aldrei áður hefur hinu íslenska „hagmenni“ verið gerð viðlíka skil í bundnu máli.
Homo economicus I er sjöunda ljóðabók Sigfúsar Bjartmarssonar.