Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Kerstin Ekman

„Þá kom hann út. Svo eðlilega eins og ekkert væri sjálfsagðara; þessi veröld var hans. Hann kom út úr skóginum aðeins lengra frá en þar sem slóðin eftir skíðin mín var. Hann staldraði aðeins á milli einirunna og lágvaxinnar furu og horfði gaumgæfilega yfir snjóhvíta og frekar takmarkaða víðáttu mýrarinnar. Hann sneri höfðinu þannig að ég gat séð á vangann og íðilfagurt trýnið, bratt ennið og upprétt eyrun.“
Ulf Norrstig, skógarvörður á eftirlaunum, er sögumaðurinn í þessu magnaða skáldverki Kerstin Ekman sem gerist í skógum nyrðra Helsingjalands í Svíþjóð. Eftir fundinn með varginum fer hann að skoða hug sinn til veiða, dýranna og skógarins. Gömul minni kallast fram í huga hans.
Skúli Thoroddsen islenskaði.
Kerstin Ekman (f. 1933) er einn virtasti skáldsagnahöfundur Svíþjóðar. Hún hefur meðal annars hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og tvívegis August-verðlaunin í Svíþjóð. Bækur hennar hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál. Hlaupavargur er fjórða bókin sem kemur út eftir hana á íslensku en hinar eru Atburðir við vatn, Miskunnsemi guðs, báðar í þýðingu Sverris Hólmarssonar, og Gáruð vötn í þýðingu Höllu Sverrisdóttur.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun