Maðurinn er aldrei einn. Allir eiga formæður og forfeður sem hvert og eitt á sína sögu. Oft er saga forfeðranna einhvers staðar rakin en saga formæðranna skrifuð í öskuna. Hér segir af fólki sem elskaði og missti, gladdist og hryggðist, tók því sem að höndum bar enda oftast ekki um annað að ræða.
Þetta fólk var ekki merkilegra en annað fólk en ekki heldur ómerkara. Þjónustan á Bessastöðum, sem eignaðist barn í lausaleik, sýslumannsdóttirin í Fljótshlíðinni og stúlkan af Laxárdalnum, sem flúði með barnið sitt í fanginu yfir mýrar og móa vestur í Ameríku, eru allar horfnar af sjónarsviðinu.
Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir segir sögur þessara kvenna og annarra kvenna og karla sem koma við hennar eigin sögu. Sjálf rifjar hún upp minningar frá því að hún var barn í norðlenskum dal og framtíðin óskrifað blað.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun