Flokkar:
Höfundur: Kristian Guttesen
Hendur morðingjans er tíunda ljóðabók höfundar. Ljóðin fjalla um samband, sambandsslit, ástmissi og ást.
Einlæg tjáning höfundar um sjálfan sig og heiminn sem hann lifir í.
Lífið er summa aðstæðna
og tímans sem við lifum
ljóðlist er afurð
af lífi okkar
Við líðum áfram um kunnuglegt landslag
á sérhverju augnabliki deyjum við
sköpum örlög
og byggjum það eins og turn eða gljúfur
Ótti er upphaf þekkingar
visku og aga fyrirlíta afglapar einir
Hlýddu englabarn, hendur morðingjans
teygja sig til þín
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun