Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Katrín Jónsdóttir

Handbók um franska málfræði er í senn uppflettirit og námsbók þar sem fjallað er ítarlega um málfræði franskrar tungu, allt frá framburði og viðteknu orðalagi um hversdagslega hluti til hinnar flóknu sagnbeygingar. Byrjendur jafnt sem lengra komnir finna því upplýsingar við sitt hæfi og sérstök áhersla er lögð á atriði sem gjarnan vefjast fyrir Íslendingum. Bókin skiptist í hluta sem hver er helgaður ákveðnu atriði í málfræðinni, eins og flokkum orða, ólíkum setningagerðum, tjáningu og framburði, en síðasti hlutinn hefur að geyma afar gagnlegar töflur sem sýna beygingu sagna. Mikil áhersla er lögð á dæmi og töflur, ásamt skrám sem auðvelda alla leit í bókinni.

Á vefsíðu eru gagnvirkar æfingar þar sem notendum bókarinnar býðst að þjálfa þau atriði sem þar eru kennd.

Katrín Jónsdóttir, höfundur bókarinnar, hefur aflað sér víðtækrar menntunar í frönsku og málvísindum. Auk B.A.-prófs hefur hún lokið meistaranámi og fyrrihlutanámi til doktorsgráðu í kennslufræði erlendra tungumála og málvísindum og stundaði síðan áframhaldandi doktorsnám í Frakklandi. Hún hefur einnig lagt stund á kennslu og námsefnisgerð í framhaldsskóla.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun