Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Steinar Bragi

Tvö pör úr Reykjavík fara í hálendisferð að hausti. Á söndunum norðan við Vatnajökul gerir svartaþoku og fyrir slysni keyra þau á hús í auðninni. Jeppinn þeirra er ónýtur og þrátt fyrir dræmar móttökur íbúanna fá þau að gista. Ekkert samband er við byggð ból, húsið er varið eins og virki og á kvöldin læsa íbúarnir tryggilega að sér. Úti heyrast dularfull hljóð og eldar kvikna, atburðir úr fortíðinni leita á gestina og smám saman verður erfiðara að átta sig á því hvar óvinurinn leynist.

Hálendið er í senn sálfræðileg hrollvekja og þjóðsaga um fólk sem sér sjálft sig í öllu en finnur í engu. Grípandi frásögn um sekt og sakleysi, endimörk mennskunnar og grimmd íslenskrar náttúru – eða okkar sjálfra.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun