Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sölvi Sveinsson

Bókin er í rauninni tvær bækur í einni: Fyrri hlutinn, Guðirnir okkar gömlu, er verk Sölva Sveinssonar en þar er fjallað um ásatrú og menningu norrænna miðaldamanna frá sögulegum sjónarhóli og ásatrúin m.a. skoðuð í samhengi við önnur trúarbrögð. Bók Sölva kom út í tilraunaútgáfu fyrir meira en áratug en hefur verið mikið endurskoðuð og endurbætt. Síðari hlutinn er ný útgáfa af Snorra-Eddu í ritstjórn Guðrúnar Nordal með ítarlegum orðskýringum. Í þessari útgáfu er hluti Snorra-Eddu gefinn út, þ.e. Formálnn (Prologus), Gylfaginning og frásagnarkaflarnir í Skáldskaparmálum.

Í Skáldskaparmálum eru ung skáld ávörpuð og því sennilegt að Snorra-Edda hafi í upphafi verið hugsuð sem kennslubók í skáldskap. Hún er því tilvalin til kennslu og er enn í dag ein besta kennslubókin sem völ er á til að kynnast heiðnum átrúnaði og gömlum kveðskap, bæði eddukvæðum og dróttkvæðum.

Bókin Guðirnir okkar gömlu ásamt Snorra-Eddu er ætluð til kennslu í framhaldsskólum.

6.820 kr.
Afhending