Í Griplu 2020 eru tíu ritrýndar greinar, þrjár á íslensku, ein á norsku og sex á ensku.
Michael MacPherson og Yoav Tirosh nota aðferðir stílmælinga til að varpa ljósi á gerðir Ljósvetninga sögu. Þórdís Edda Jóhannesdóttir fjallar um Bósa sögu yngri, Mikael Males skrifar um aldur og eðli Fóstbræðra sögu, Rósa Þorsteinsdóttir fjallar um hlut Magnúsar Grímssonar í þjóðsagnasöfnun á 19. öld, Philip Lavender fjallar um konunginn Timur í íslenskum heimildum, Leiv Olsen tekst á við málfræðilegar röksemdir í aldursgreiningu Eddukvæða, Klaus Johan Myrvoll túlkar vísu í Gísla sögu í samhengi við íslenskt samfélag á 10. öld, Anna Katharina Heiniger skrifar um líkamlega áverka í Íslendingasögum, Christopher Crocker fjallar um blindu í Þorsteins sögu hvíta og íslensku miðaldasamfélagi og Árni Heimir Ingólfsson fjallar um sléttsöng í lútherskum sið á Íslandi.
Ritstjórar eru Elizabeth Marie Walgenbach og Haukur Þorgeirsson.