Jóhanna, íslensk kona búsett á Norður-Ítalíu, lifir einföldu og kyrrlátu lífi ásamt syni sínum og ítölskum tengdaföður. Dag nokkurn ber að garði lögreglumanninn Roberto Farro sem rannsakar lát konu þar í grenndinni – hann hefur engar vísbendingar aðrar en að símanúmer Jóhönnu finnst hjá hinni látnu. Hver er þessi kona og hvernig tengist hún Jóhönnu?
Jóhanna dregst þannig ófús inn í rannsókn málsins sem berst um Ítalíu endilanga og allt til Sikileyjar. Fyrr en varir er hafin óvænt og örlagarík atburðarás. Nístandi fjölskylduleyndarmál leita dagsljóssins og á milli Jóhönnu og Robertos kvikna sterkar enndir sem þau kunna varla að bregðast við.
Fífa Larsen bjó um árabil á slóðum sögunnar og þekkir vel litróf ítalskrar þjóðarsálar. Grátvíðir er fyrsta bók hennar.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 30 mínútur að lengd. Sigrún Hermannsdóttir les.
Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar: