Höfundur Jónas Guðmundsson
Gönguleiðir á hálendinu hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 leiða á hálendinu, nánar tiltekið að Fjallabaki og í kringum Landmannalaugar. Hverri leið fylgir leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, fjöldi ljósmynda og upplýsingar um staðhætti og aðstæður. Þar að auki má finna sögulegan og landfræðilegan fróðleik um þær leiðir sem gengið er hverju sinni. Í bókinni er einnig hagnýtur kafli um undirbúning og fjölda góðra ráða þegar kemur að fjallgöngum og útivist.
Jónas Guðmundsson er leiðsögumaður, landvörður og ferðamálafræðingur sem varið hefur ótal stundum á fjöllum. Hann tók snemma ástfóstri við svæðið að Fjallabaki og hefur sinnt skálavörslu í flestum skálum þar. Í dag starfar Jónas hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Bók þessari er ætlað að auðvelda fólki að uppgötva dásemdir náttúru landsins á hálendinu. Staðir eins og Hvanngil, Álftavatn, Suðurnámur, Vondugil, Einhyrningur, Stóragil í Skælingum og Fossabrekkur kalla á hvern þann sem unnir náttúrunni. Og þeir kalla aftur og aftur.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun