Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Geir ­Gunnar Markússon

Á hverjum degi höfum við val um hvort og hvernig við hlúum að eigin heilsu. Það veit næringar­fræðingurinn Geir ­Gunnar Markússon manna best af starfi sínu sem heilsuráðgjafi á Heilsu­stofnun NLFÍ í Hveragerði.
Í þessum vegvísi að betra lífi sýnir hann okkur skynsam­legar leiðir til að styrkja grunn­stoðir heilsunnar; næringu, hreyf ingu, svefn og sálarlíf. Í neyslu- og streitusamfélagi nútímans eru lífsstíls­sjúk­dómar sú ógn sem skerðir lífsgæði okkar mest. Þessi bók er svar við ranghugmyndum, öfgum og ­fölskum skilaboðum á sviði heilsu sem dynja á okkur. Hún er einnig hvatning fyrir okkur til að taka ábyrgð á eigin heilbrigði til frambúðar.

Geir Gunnar deilir hér jafnframt ljúffengum og hollum upp­skriftum frá eldhúsi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun