Höfundur Heiðrún Villa
Glaðasti hundur í heimi er afar kærkomin bók fyrir hundaeigendur. Hún er skrifuð af kostgæfni, reynslu og þekkingu og geymir allt það sem skiptir máli í hundauppeldi og meira til. Þetta er biblía sem allir hundaeigendur verða að eignast. Heiðrún Villa hundaþjálfari er einn helsti hundaatferlisfræðingur landsins og notar afar uppbyggilegar aðferðir.
Hún hefur hjálpað fjölmörgum hundaeigendum gegnum tíðina við að auka skilning á besta vini mannsins og ná árangri í uppeldi og þjálfun. Aðferðir hennar eru mjög uppbyggilegar, skammir og refsingar eru ekki til í hennar orðabók. Í bókinni sýnir Heiðrún Villa glögglega að hundar eru hennar helsta ástríða og áhugamál. Markmið hennar er að bæta samskipti manna og hunda, auka vellíðan hunda í samfélagi okkar og styrkja hundaeigendur í að ná þeim markmiðum sem þeir setja sér.
Glaðasti hundur í heimi er heilmikið endurbætt útgáfa af fyrri bók Heiðrúnar, Leyndarmál hundaþjálfunar, sem kom út árið 2012 og er löngu uppseld. Bókin er því happafengur og sannarlega hin fullkomna biblía hundaeigenda sem vilja gera besta vininn enn betri.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun