Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Yrsa Sigurðardóttir
Fimm vinir halda til Vestmannaeyja um miðjan vetur. Tilefnið er sorglegt, jarðarför gamallar vinkonu, en endurfundirnir eru líka ánægjulegir. Fljótlega verður þó ljóst að þau eiga óuppgerð mál úr partíi sem þau héldu sjö árum fyrr á stúdentagarði og hlaut örlagaríkan endi. Og ekki er víst að allir eigi afturkvæmt úr þessari ferð.
Lögregluteymið sem Yrsa Sigurðardóttir kynnti til sögunnar í bók sinni Lok lok og læs snýr hér aftur og rannsakar flókið mál í sögu sem fær hárin til að rísa.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.