Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sæunn Kjartansdóttir

Hvernig stendur á því að við erum eins og við erum og gerum það sem við gerum, oft þvert á alla skynsemi? Eru til skýringar á því?

Þrátt fyrir langa þróunarsögu mannsins og umtalverða vitsmuni erum við enn að mörgu leyti frumstæð. Þess vegna stangast viðbrögð okkar stundum á við rökhugsunina. Til að átta okkur betur á sjálfum okkur og öðru fólki, skilja samskipti og samfélag, takast á við streitu, ótta og einmanaleika, er gagnlegt að þekkja dýrið sem í okkur býr. Sú þekking getur hjálpað okkur að líða betur í eigin skinni.

Hér fjallar Sæunn Kjartansdóttir um samspil vitsmuna og ósjálfráðar viðbragða og sýnir hvernig aukin sjálfsþekking getur unnið gegn ómeðvitaðri sjálfsblekkingu.

Höfundur hlaut starfsstyrk frá Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna.

Teikningar í bókinni eru eftir Rán Flygenring.