Höfundar: Gjafabókasería, Gunnar Hersveinn
Í Gæfusporum er leitast við að draga fram kosti og galla mannsins, tilfinningar hans, hættulega hegðun, fagra hugsun og skyn á tímann.
Í Gæfusporum er fjallað um hugtök sem vert er að máta við sjálfan sig. Sumir kunna að vilja skýr svör við spurningu eins og „Hvað er hamingja?“ og fá í framhaldi af því ráðleggingar um hvernig hægt er að öðlast hana. Markmiðið er ekki að gefa slík svör eða ráð, heldur að tendra leiðarljós og hvetja lesandann til að leita svara upp á eigin spýtur.