Rögnvaldur Ágúst Ólafsson hefur verið kallaður fyrsti íslenski arkitektinn. Hann fæddist að Ytri Húsum í Dýrafirði árið 1874 og ólst upp á Ísafirði. Hann lauk prófi frá Lærða skólanum 1901 og sigldi til Hafnar til náms við Det Tekniske Selskabs Skole sama ár.
Þótt starfstími hans yrði aðeins um 12 ár liggja eftir hann fjölmargar byggingar víða um land, margar meðal þess fegursta sem til er í íslenskri húsagerð, bæði úr timbri og steinsteypu. Má þar nefna Hjarðarholtskirkju í Laxárdal, Húsavíkurkirkju, Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð, Hafnarfjarðarkirkju, Keflavíkurkirkju, Pósthúsið í Reykjavík og mörg íbúðarhús við Tjörnina. Vífilsstaðahælið var hans stærsta verk og þar lést hann sjálfur úr berklaveiki árið 1917, aðeins 42 ára að aldri.
Þessi bók var tekin saman þegar 140 ár voru liðin frá fæðingu hans.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun