Þegar Luke Jackson var þrettán ára vantaði hann vegvísi fyrir snilling af því tagi sem aðrir kalla stundum frík eða nörd. Svoleiðis bók var ekki til og því gerði hann sér lítið fyrir og skrifaði hana. Í Frík, nördar og aspergersheilkenni talar Luke til annarra krakka sem greindir hafaverið á einhverfurófinu en einnig foreldra þeirra, kennara og fagfólks. Hann fjallar frá eigin brjósti um daglegt líf með aspergers, vináttuog einelti, áráttu og áhugamál, og síðast en ekki síst vaxandi áhuga á hinu kyninu, stefnumót og sambönd. Boðskapur hans er einfaldur: Aspergersheilkennið er gjöf og það er kúl að vera öðruvísi.
Bókin sló eftirminnilega í gegn og hefur notið mikilla vinsælda í heimalandi Lukes, Bretlandi, og víðar.
Árið 2003 hlaut hún TES/NASENverðlaunin sem eru veitt framúrskarandi bókum um börn með sérþarfir.
Guðni Kolbeinsson þýddi.
Bókin er gefin út í samstarfi við .
„Hrífandi bók … snjöll, skýr, næm og fyndin.“
The Big Issue
„Svöl bók sem sýnir svo miklu meiri þroska en höfundurinn ætti að búa yfir … jákvæðni hans getur vel gert þetta að uppáhaldsbók unglinga, bæði þeirra sem eru með aspergers og hinna sem eru bara stundum á skjön við bekkjarfélaga sína.“
Times Educational Supplement
„Það ætti að vera eintak á hverri einustu kennarastofu skóla þar sem er nemandi með aspergersheilkenni.“
Daily Telegraph
„Fjörug bók … full af virðingu, húmor og örlar hvergi á biturð.“
The Times
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun