Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Katherine Zoepf

Líf margra kvenna í Mið-Austurlöndum hefur breyst á undanförnum árum. Konur eru í meirihluta í háskólum, vinna utan heimilisins, móta eigin framtíð og storka núverandi trúarlegum og samfélagslegum gildum. Fjöldi kvenna berst fyrir auknum réttindum með trúna að vopni og konur áttu stóran þátt í byltingunni sem kennd er við hið arabíska vor. Raddir þessara ungu kvenna heyrast í þessari bók og sögur þeirra sagðar.

Blaðakonan Katherine Zoepf hefur búið og starfað í Mið-Austurlöndum í meira en áratug og lýsir flóknum veruleika ungra kvenna þar á einlægan og hlutlausan hátt. Hún gefur okkur innsýn í stöðu kvenna í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina og dvelur í Líbanon sem á yfirborðinu er frjálslyndara en jafnframt mótsagnakenndara en önnur ríki Mið-Austurlanda. Í Abú Dabí kynnist hún konum sem eru í auknum mæli á vinnumarkaðnum, í Sádí-Arabíu þeim sem mótmæla akstursbanninu og storka forræði karla og í Egyptalandi konum sem gegndu veigamiklu hlutverki í uppreisninni og arabíska vorinu sem fylgdi í kjölfarið.

 Boðskapur Framúrskarandi dætra er aðkallandi og bókin varpar ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað í Mið-Austurlöndum á undanförnum árum og ljær ungu konunum í fremstu röð breytinganna rödd.

Útgáfuár: 2017

Gerð: Kilja

Síðufjöldi: 192

„Átakanleg og áhrifarík … þekking Katherine Zoepf á arabísku, opinn hugur hennar, skýrleiki, samúð og mögulega fortíð hennar sem votti Jehóva gerir henni kleift að skilja líf þessara kvenna á þeirra eigin forsendum. Hún missir hvergi fótana, hvorki í heimi þeirra né okkar.“

  • New York Times


„Katherine Zoepf veitir lesendum persónulega innsýn í smáar en róttækar gjörðir þessara kvenna. Hún varpar ljósi á valið sem þær standa frammi fyrir á degi hverjum og býður staðalímyndinni sem vestrænir lesendur kunna að hafa af íbúum Mið-Austurlanda byrginn“

  • Washington Post
[removed]

„Bók Katherine Zoepf er einstaklega fróðleg og áhugaverð. Hún opnar sannarlega sýn inn í hugarheim múslímskra kvenna og þótt margt virðist ógeðfellt konum sem búa á Vesturlöndum er hún til þess fallin að auka skilning og umburðarlyndi.

[removed]
  • Steingerður Steinarsdóttir, Vikunni


Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun