Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Guðný Þórunn Magnúsdóttir, Jóhanna Jónas

Jóhanna Jónas naut velgengni sem leikkona en skipti svo alveg um pól og starfar nú sem eftirsóttur orkuheilari og kennari.

Frá Hollywood til heilunar er áhrifamikil frásögn af lífshlaupi Jóhönnu, sem ung að árum þurfti að kljást við ótal erfiðar áskoranir og áföll; sorg, missi, einelti og átröskun ásamt öðrum veikindum, bæði líkamlegum og andlegum.

Við kynnumst einstökum baráttuvilja og þrautseigju sem að lokum leiða til heilunar og nýrrar tilveru. Inn í frásögnina fléttast viska og fróðleikur um möguleika til andlegrar vinnu, sjálfshjálpar og lífsþroska.

Jóhanna brýtur hér blað með frásögn sinni sem er ekki aðeins berskjölduð og heiðarleg ævisaga heldur líka einstaklega vönduð sjálfshjálparbók. Bók sem tekur lesandann í gegnum allan tilfinningaskalann og blæs í brjóst krafti til að leita inn á við og takast á við okkur sjálf.
-Bjarni Snæbjörnsson