Höfundur: Jóhann Sigurjónsson
Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson er hér í nýrri íslenskri gerð sem hefur verið endurskoðuð með hliðsjón af endanlegum texta skáldsins á dönsku.
Það verður að teljast löngu tímabært að íslenskir lesendur kynnist einu magnaðasta verki íslenskra leikbókmennta í þessari mynd. Leikhúsfræðingurinn Jón Viðar Jónsson annaðist útgáfuna.
Jafnframt er birt fróðleg ritgerð hans um sköpunarsögu verksins og breytingarnar sem það tók frá frumuppfærslunni í Danmörku 1912. Lesendum gefst einstakt tækifæri til að gægjast yfir öxlina á skáldinu og sjá hvernig listaverkið tók á sig endanlega mynd.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun