Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir

Fíasól er flottust er fjórða bókin um Fíusól og fjölskyldu hennar.

Fíasól er níu ára gamall hugmyndaflugmaður og flækjuhaus sem býr í Grænalundi í Grasabæ. Hér fáum við af henni splunkunýjar fréttir. Hún lendir til dæmis í lygilegu sjóræningjarugli, heldur upp á tækjalausa daginn og fer í endalausa útilegu.

Sem fyrr sér Halldór Baldursson um myndrænu útfærsluna á ævintýrum Fíusólar en eins og fyrri bækurnar er sú nýja ríkulega myndskreytt og afar aðgengileg fyrir byrjendur í lestri.

Íslenskir krakkar hafa tvívegis sæmt bækurnar um Fíusól Bókaverðlaunum barnanna.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 131 mínútur að lengd. Höfundur les.