Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Æsa Sigurjónsdóttir

Samtímaljósmyndun er mikilvægur og áhrifaríkur þáttur í íslenskum myndlistarheimi. Ljósmyndun sem hefur það að markmiði að vekja til umhugsunar, hreyfa við, breyta, rugla okkur í ríminu eða endurspegla gildismat og sýn okkar á heiminn, miðla hugmyndum og jafnvel afstöðu til lífsins og samfélagsins sem við erum hluti af.

Í bókinni Fegurðin er ekki skraut fjalla átta listfræðingar, sýningastjórar og aðrir fræðimenn um íslenska samtímaljósmyndum út frá ólíkum sjónarhornum og setja í samhengi við alþjóðlega strauma í ljósmyndun, myndlist, heimspeki og listasögu. Í bókinni er jafnframt að finna fjölda ljósmynda eftir marga helstu ljósmyndara landsins.

Ritstjórar eru Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og dósend við Listaháskóla Íslands, og Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur og dósend við Háskóla Íslands. Bókin er gefin út í samvinnu við FÍSL, Félag íslenskra samtímaljósmyndara.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun