Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Andrev Walden

„Einu sinni átti ég sjö pabba á sjö árum. Þetta er sagan um þau ár.“
Mamma Andrevs missir óvart út úr sér að pabbi hans sé ekki pabbi hans. Hinn raunverulegi faðir býr í öðru landi, langt í burtu og er með hár niður á herðar. Þetta er það besta sem strákurinn hefur heyrt. Andrev lætur sig dreyma um að pabbinn komi og sæki hann. Það gerist ekki, en hins vegar koma nýir og nýir pabbar inn í líf hans.

Þessir djöfulsins karlar er uppvaxtarsaga sem fjallar um sterkar konur sem reykja undir eldhúsviftunni og blóta karlmönnum, um ást og sorg, ofbeldi og umhyggju, og afdrifarík samskipti rottu og hamsturs.

Þessi fyrsta skáldsaga höfundar fékk Augustverðlaunin, virtustu bókmenntaverðlaun Svíþjóðar árið 2023. Bók sem verður ógleymanleg öllum lesendum.

Þórdís Gísladóttir þýddi úr sænsku.