Your Address
Choose Delivery Method

Bók um óskýranlega hluti verður til að Petra og Calder kynnast og undarlegir atburðir gerast. Ómetanlegt málverk eftir Vermeer hverfur. Áður en þau vita af eru þessi tvö börn flækt í alþjóðlegt listaverkahneyksli þar sem engir – hvorki nágrannar, foreldrar né kennarar – eru hafnir yfir grun.

Hver vísbending af annarri dregur þau Petru og Calder lengra inn í dulmagnað völundarhús og þau verða að taka á öllu sem þau eiga til, nota ímyndunarafl sitt tog hæfni að ráða gátur og þekkingu sína á Vermeer. Geta þau leyst glæpamál sem Alríkislögreglan stendur ráðþrota frammi fyrir? Þessi heillandi skáldsaga er dularfull ráðgáta, búin ljóma ævintýris og sett fram á listrænan hátt.

Bókin hefur verið þýdd á meira en þrjátíu tungumál og hlotið afbragðs dóma og viðurkenningar og selst í metupplögum. Warner Bros. hefur keypt kvikmyndaréttinn á sögunni.

Blue Balliett ólst upp í New York. Hún hefur alltaf verið hrifin af söfnum, alltaf haft gaman af gátum og alltaf glaðst yfir að heyra af hlutum sem ekki verða skýrðir á venjulegan hátt. Blue las listasögu við Brown háskóla. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Chicago, Illinois, þar sem hún kenndi við grunnskólann áður en hún sneri sér eingöngu að ritstörfum. Þetta er fyrsta barnabók hennar.

Brett Helquist ólst upp í Utah með sex systrum. Þau fóru ekki oft á söfn í æsku. Hann segir að áhugi sinn á myndlist eigi rætur í myndasögunum sem hann las. Brett hefur meðal annars myndskreytt metsölubækurnar Úr bálki hrakfalla eftir Lemony Snicket. Hann býr ásamt konu sinni í Brooklyn, New York.

Kristín R. Thorlacius þýddi.

Da Vinci lykillinn fyrir krakka.“

Newsweek

Other products from this store

Other products from this store