Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigrún Sigurðardóttir

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar nr. 3:

Bókin Elskulega móðir mín er heimildarrit sem varpar ljósi á bréfaskipti reykvískrar alþýðufjölskyldu á síðari hluta 19. aldar. Þetta var fjölskylda þeirra Jóns Jónssonar Borgfirðings og Önnu Guðrúnar Eiríksdóttur, en þau hjón héldu uppi um margra ára skeið samfelldum bréfaskiptum við börn sína sem mörg sigldu til Kaupmannahafnar til að afla sér menntunar eða lækninga. Aðaláherslan er á börn þeirra hjóna en þau skrifuðu hvert öðru þegar lönd og höf skildu að og er bréfasafn fjölskyldunnar gríðarlegt að vöxtum. Texti þeirra veitir ótrúlega nákvæma innsýn í líf ungs fólks á fyrir tíð. Hlutskipti barnanna varð ólíkt; nokkur komust til mikilla metorða en önnur náðu illa að fóta sig á hálli braut lífsins. Þekktust þeirra systkina urðu þau Guðrún Borgfjörð sem vann hjá fjölskyldunni nær alla tíð en varð þjóðkunn þegar sjálfsævisaga hennar kom út um miðja 20. öldina, Klemens Jónsson landritari og síðar ráðherra og Finnur Jónsson prófessor í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla. Bókin fjallar um sögu þessa fólks, foreldra og systkina og glímu þeirra við gleði og sorg. Bókin er hugsuð sem skemmtilesning fyrir áhugafólk um sögu og menningu fyrri aldar sem og fræðimenn sem hugsanlega sjá sér hag í að nýta sér heimildir á borð við þessar í rannsóknum sínum.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun