Höfundar: Aðalgeir Kristjánsson, Hjalti Snær Ægisson
Skáldið Grímur Thomsen var á stöðugum ferðalögum á fimmta áratug nítjándu aldar.
Hann bjó um skeið í París, London og Brussel, heimsótti söguslóðir Napóleonsstríðanna, fylgdist grannt með leikhúslífi og bókmenntum, sótti veislur með helstu fyrirmennum samtímans og tók virkan þátt í dönskum stjórnmálum með greinaskrifum sínum.
Hér birtast bréfaskipti hans og Fjölnismannsins Bryjólfs Péturssonar, en í þeim má finna ferðalýsingar, bókmenntarýni, leikhúsdóma, lifandi umræðu um þjóðmál og hressandi slúður um
samlanda þeirra í Kaupmannahöfn.