Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Svikaskáld

Galsafengin og margræð ljóðabók um bugun og nýjar víddir, stiga sem ögra náttúrulögmálum, konur sem hringlar í og niðurföll sem soga til sín lífið sjálft.

Svikaskáld er höfundakollektíf sex kvenna, þeirra Fríðu Ísberg, Melkorku Ólafsdóttur, Ragnheiðar Hörpu Leifsdóttur, Sunnu Dísar Másdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur og Þórdísar Helgadóttur.

Ég er það sem ég sef er fimmta verkið sem þær gefa út saman en áður hafa þær sent frá sér ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd (2017), Ég er fagnaðarsöngur (2018) og Nú sker ég netin mín (2019) auk skáldsögunnar Olíu (2021) en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.