Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundar: Jazz Jennings, Jessica Herthel

Frá því að hún var tveggja ára gömul vissi Jazz að hún væri stelpa þó að allir héldu að hún væri strákur. Hún elskaði bleikan og að klæða sig eins og hafmeyju og leið ekki  eins og henni sjálfri þegar hún klæddist fötum eins og flestir strákarnir voru í. Þetta var ruglingslegt fyrir fjölskyldu hennar, þar til þau fóru með hana til læknis sem greindi Jazz sem trans og útskýrði að hún væri fædd á þennan hátt. Trans börn eru allskonar eins og önnur börn. Þau hafa misjafnan fatasmekk og misjöfn áhugamál. En þetta er saga Jazz sem byggir á upplifun hennar. Hún segir frá á einfaldan og skýran hátt sem höfðar vel til barna, foreldra og kennara.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun