Höfundur Theodor Fontane
Skáldsagan Effí Briest eftir Theodor Fontane er eitt af frægustu stórvirkjum þýskra bókmennta. Sagan fjallar um unga og lífsglaða stúlku sem verður fyrir barðinu á því þrúgandi og kvenfjandsamlega siðferði sem var við lýði í Prússaveldi á 19. öld. Fontane veitir lesendum sínum ekki aðeins djúpa innsýn í sálarlíf hinnar ungu og heillandi aðalpersónu sögunnar, helgdur dregur hann jafnframt upp mjög áhugaverða mynd af þýsku samfélagi í lok 19. aldar.
Skáldsaga Fontanes hefur verið þýdd á fjölda tungumála og notið hylli lesenda víða um heim. Það er til marks um vinsældir sögunnar um Effí Briest að eftir henni hafa verið gerðar fimm kvikmyndir. Þetta er sígild og hrífandi saga, með skýrum ádeilubroddi og tregablöndnum undirtón.
Arthúr Björgvin Bollason þýddi og ritaði eftirmála.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun