Helena Pelletier á sér leyndarmál: Faðir hennar, Mýrarkóngurinn, situr í lífstíðarfangelsi fyrir morð, nauðgun og mannrán. Hann rændi móður hennar þegar hún var unglingur og hélt henni fanginni í fjórtán ár í kofa úti í óbyggðum. Þar fæddist Helena og ólst upp. Hún dáði og elskaði föður sinn þrátt fyrir hörku hans og ofbeldi – þar til hún komst að sannleikanum.
Tuttugu árum síðar hefur hún afneitað fortíð sinni svo rækilega að jafnvel eiginmaðurinn veit ekkert. En þegar faðirinn sleppur úr fangelsi og hverfur inn í óbyggðirnar, konungsríki sitt, getur enginn fundið hann nema dóttirin sem hann þjálfaði og kenndi allt sem hann kunni …
Bandaríski rithöfundurinn Karen Dionne sló rækilega í gegn með Dóttur Mýrarkóngsins. Bókin hefur verið þýdd á yfir 25 tungumál og hlotið tilnefningu til fjölda verðlauna.
Ragna Sigurðardóttir þýddi.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun