Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Arnfríður Jónatansdóttir

Ljóðskáldið og verkakonan Arnfríður Jónatansdóttir (1923–2006) bjó lengst af við kröpp kjör í braggahverfum Reykjavíkur. Hún hefur verið kölluð fyrsti kvenkyns módernistinn og gleymda atómskáldið. Arnfríður var aðeins 22 ára þegar ljóð eftir hana birtist á prenti. Nokkrum árum síðar voru kvæði eftir hana valin í bókina Ljóð ungra skálda.

Hennar eina bók, Þröskuldur hússins er þjöl, kom út árið 1958. Eftir það birti hún aðeins eitt ljóð og eina smásögu. Hér hefur höfundarverki Arnfríðar verið safnað saman með inngangi eftir Soffíu Auði Birgisdóttur, auk viðtals Þórunnar Hrefnu Sigurjónsdóttur við skáldið. Er þetta fyrsta endurútgáfa á verkum Arnfríðar Jónatansdóttur og því mikill fengur fyrir unnendur ljóðlistar.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun