Margir hafa í aldanna rás hlotið vota gröf við strendur Íslands. Saga sjávarútvegs hér við land hefur frá fyrstu tíð verið vörðuð slysum og þegar skipin stækkuðu og mönnum fjölgaði í áhöfnum varð manntjónið ennþá meira. Öryggisbúnaður var ekki í neinu samræmi við stækkun skipanna og hvað eftir annað urðu hrikaleg slys þegar þau strönduðu – þau skelfilegustu urðu á fyrstu áratugum 20. aldar þegar togararnir komu til sögunnar.
Í þessari mögnuðu bók segir frá nokkrum af örlagaríkustu skipströndum sem orðið hafa við Ísland. Hér er m.a. fjallað um þegar Reykvíkingar urðu vitni að dauðastríði áhafnar skips sem strandaði við Viðey, hvernig skipbrotsmanni tókst á yfirnáttúrulegan hátt að klífa þverhníptan hamar á Heimaey til bjargar sér og félögum sínum og sjómönnum sem hröktust um á Skeiðarársandi í ellefu sólarhringa áður en þeir sem lifðu af komust til mannabyggða.
Steinar J. Lúðvíksson er manna fróðastur um sjóslysasögu Íslands og er höfundur stórvirkisins Þrautgóðir á raunastund sem kom út í nítján bindum og naut mikilla vinsælda.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun