Höfundur Philippa Perry
Allir foreldrar vilja að börnin þeirra séu hamingjusöm og öll viljum við að uppeldið heppnist sem best. En hvernig?
Í þessari grípandi, snjöllu og oft fyndnu bók fjallar sálmeðferðarfræðingurinn Philippa Perry um samskipti okkar við börn, hvað stendur í vegi fyrir góðum tengslum og hvað getur styrkt þau.
Uppeldi snýst ekki um töfralausnir en í þessari bók finnur þú fjölda góðra ráða sem gera þig að betra foreldri. Philippa horfir á heildarmyndina og veltir fyrir sér hvaða þættir leiða af sér góð sambönd á milli foreldra og barna. Bókin er upplífgandi, dæmir ekki og hjálpar þér meðal annars að:
- Skilja hvernig þitt eigið uppeldi hefur áhrif á þig sem uppalanda
- Sættast við að þú munir gera mistök og hvað þú getur gert í þeim
- Brjóta á bak aftur neikvæð mynstur og vítahringi
- Vinna með tilfinningar, þínar eigin og barnsins þíns
- Skilja hvað mismunandi hegðun gefur til kynna
Þetta er bókin sem allir foreldrar ættu að vilja lesa og öll börn munu óska þess að foreldrar þeirra hefðu lesið.
Lestrarklefinn fjallaði um bókina á vef sínum og sagði meðal annars að þau „mæla með bókinni fyrir alla – allt frá verðandi foreldrum til foreldra uppkominna barna. Ráðin í bókinni henta fyrir alla sem vilja skapa betri tengsl við samferðafólk sitt.“
„Allir foreldrar ættu að lesa þessa bók, burtséð frá því á hvaða aldri börnin þeirra eru. Raunar ættu allir fullorðnir einstaklingar sem eiga í sambandi við aðra manneskju að lesa hana. Á þessum 250 síðum finnið þið vegvísi sem leiðir að heilbrigðum samböndum. Skyldulesning.“
- Express
„Bók Perry náði að heilla mig algjörlega upp úr skónum.“
- Katrín Lilja, Lestrarklefinn
„Stórkostlega hlý, fróðleg, vongóð og hvetjandi“
- Alain de Botton
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun