Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

Björg – Verk Bjargar C. Þorláksson hefur að geyma úrval úr verkum þessarar merku fræðikonu og brautryðjanda, sem sum hafa jafnvel ekki birst á prenti fyrr, ásamt greinum um þau.

Þegar ævisaga Bjargar, fyrstu íslensku konunnar sem lauk doktorsprófi, kom út vakti hún verðskuldaða athygli og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2002. En hér eru það verk hennar sem eru til umfjöllunar og eru þau skoðuð í samhengi við hið hugmyndalega umhverfi sem þau eru sprottin úr.

Björg var mikilvirkur rithöfundur og fræðimaður, verk hennar eru bæði frumleg og nýstárleg og taka m.a. til heimspeki, sálfræði, líffræði og lífeðlisfræði. Einnig ritaði hún ýmislegt um kvenréttindi og önnur þjóðfélagsmál og reyndi með skrifum sínum að stuðla að framförum og þróun íslensks samfélags. Hún samdi einnig leikrit og orti ljóð og fékkst töluvert við þýðingar.

Mikill fengur er að því að fá hér innsýn í fræðaheim þessarar mikilhæfu konu sem lítið hefur verið fjalla um fram til þessa.

Ritstjóri: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

Höfundar efnis:
Helga Kress: Um þýðingastarf og skáldskap Bjargar C. Þorláksson
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Hugmyndir Bjargar C. Þorláksson um kvenréttindi og önnur þjóðfélagsmál
Inga Þórsdóttir: Næringarfræði í ritum Bjargar C. Þorláksson
Steindór J. Erlingsson: Sögulegur bakgrunnur lífþróunarhugmynda Bjargar C. Þorláksson
Bryndís Birnir: Um lífeðlisfræðina í doktorsritgerð Bjargar C. Þorláksson
Annadís Gréta Rúdólfsdóttir: Um sálarfræðina í verkum Bjargar C. Þorláksson
Sigríður Þorgeirsdóttir: Heimspeki Bjargar C. Þorláksson í evrópsku samhengi

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun