Höfundur: Judith Perrignon
Þessi bók er skrifuð til að færa tvær dagsetningar nær hvor annarri:
29. júlí 1890 — andlát Vincents van Goghs.
25. janúar 1891 — andlát bróður hans Théos, 34 ára.
Théo lifði Vincent einungis sex mánuði. Lok sumars, haust, byrjun vetrar … Judith Perrignon fékk að láni rödd og minningar yngri bróðurins til að skrifa sögu sem sögð er aftur á bak og bregður upp mögnuðum myndum úr örlagaríku lífi hins heimsfræga listmálara.
Franski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Judith Perrignon hlaut bókmenntaverðlaunin Marianne árið 2007 fyrir þessa einstöku bók.