Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Naomi Klein

Þetta breytir öllu, kapítalisminn gegn loftslaginu, fjallar um aðkallandi og róttækar félagslegar breytingar í bland við pólitískar, efnahagslegar og menningarlegar breytingar. Loftslagsbreytingar eru ekki enn eitt „álitamálið“ til að bæta við listann yfir áhyggjuefni við hliðina á heilbrigðismálum og sköttum. Þær eru lokaviðvörun til siðmenningarinnar. Kröftugur boðskapur sem fluttur er með eldum, flóðum, þurrkum og útdauðum tegundum um að við þurfum algjörlega nýtt efnahagskerfi og nýja leið til þess að deila þessari plánetu.

Getum við þetta? Ég veit það eitt að ekkert er óumflýjanlegt, ekkert nema það að loftslagsbreytingar breyta öllu.

Hér má lesa heimildir og tilvitnanir úr bókinni. 

Einnig fáanleg sem rafbók í epub og mobi formi.

Hér má lesa inngang bókarinnar: 

Óttar Proppé mælir með Þetta breytir öllu

Umsagnir um bókina:

Það má vera að þetta sé fyrsta heiðarlega bókin sem skrifuð er um loftslagsmál.

  • Bryan Walsh, Time

Naomi Klein er snillingur. Hún hefur gert það sama fyrir stjórnmál og Jared Diamond gerði fyrir sagnfræði mannkynsins. Hún blandar saman stjórnmálum, hagfræði og sögu og útkoman er einfaldur en kraftmikill sannleikur sem á við um gjörvallan heiminn.

  • Robert F. Kennedy Jr.

Bókin hefur upplífgandi boðskap; mannkynið hefur breyst áður og getur gert það aftur. Hún varpar fram djarfri áskorun til þeirra sem innst inni vona að vandamálið hverfi bara eða að einhver ný tækni muni bjarga okkur.

  • Camilla Cavendish, The Sunday Times

Ef hlýnun jarðar er vitundarvakning sofum við öll frekar fast … við höfum ekki náð marktækum árangri að mati Klein því að við höfum verið að bíða eftir lausnum frá þeim sömu og sköpuðu vandamálið til að byrja með … hárbeitt greining Klein sannfærir okkur um að fjöldinn þarf að vakna úr rotinu til að við getum byrjað að takast á við vandamálin.

  • Chris Bentley, Chicago Tribune

Naomi Klein tekst á við stærstu spurningar og mest áríðandi málefni okkar tíma á vandvirkan og ákafan hátt. Ég tel hana vera með fremstu stjórnmálahugsuðum heimsins í dag.

  • Arundhati Roy, höfundur The God of Small Things og Capitalism: A Ghost Story

Kröftug ádeila … Klein er meðvituð um alvarleika vandamálanna sem hún lýsir í bókinni en nær að halda bjartsýninni engu að síður.

  • Nathaniel Rich, The New York Times

Klein er hugrakkur og ástríðufullur höfundur sem á alltaf skilið að á hana sé hlustað. Þetta er kraftmikil og aðkallandi bók.

  • John Gray, The Observer

Kraftmikil og óbilgjörn, þess konar ádeila sem við búumst við af Naomi Klein … Áhrifamikil sýn hennar er hvorki meira né minna en pólitísk, efnahagsleg, félagsleg, menningarleg og siðfræðileg umskipti heimsins.

  • Mike Hulme, New Scientist

Án efa ein mikilvægasta bók áratugarins.

  • Amitav Ghosh, höfundur The Hungry Tide: A Novel

Þetta breytir öllu eru ekki bara bók, ekki bara augnablik, ekki bara stefna eða hreyfing. Hún er vopn réttlætisins og vegur björgunar.

  • D.R. Tucker, Washington Monthly

Útgáfuár: 2018

Gerð: Kilja, stór

Síðufjöldi: 444

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun