Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Höfundur Yrsa Þöll Gylfadóttir, Iðunn Arna

[removed]

Prumpusamloka! fjallar um fyrsta skóladag Nadiru, sem nýflutt er til Íslands frá Írak. Við fylgjumst með henni fóta sig í bekknum, kynnast kennaranum og bekkjarfélögunum og læra ný orð, misnytsamleg þó.

Bekkurinn minn er bókaflokkur ætlaður byrjendum í lestri. Hver saga er sögð frá sjónarhorni eins nemanda en allar aðalpersónurnar eru saman í bekk í íslenskum grunnskóla. Lesandi fær því að kynnast fjölbreyttum veruleika ólíkra barna, bæði innan og utan veggja skólans. Sögurnar eru áhugaverðar og spennandi, með góðum og fjölbreyttum orðaforða, aðgengilegu letri og rúmu línubili.