Höfundur: Hildur Biering
„Ólafi Sverrissyni að öllu leyti frátakist hans föðurréttur frá sjálfur að mega uppfóstra son sinn Guðmund, þar reynslan sýnir hann óverðugan.“
Þannig hljóðaði dómur árið 1813 yfir föður sem hafði vanrækt uppeldisskyldur sínar samkvæmt húslagatilskipuninni frá 1746. Í þessari bók eru tekin fyrir sjö mál sem komu fyrir dómstóla vegna illrar meðferðar á börnum árið 1807-1860.
Málsskjölin, sem ekki hafa verið könnuð fram til þessa, sýna að brot gagnvart börnum voru litin alvarlegum augum og að ill meðferð á þeim var ekki síður fordæmd þá en nú.