Súsanna og fjölskylda hennar fara til Póllands í fyrsta sinn síðan þau fluttu til Íslands fyrir sex árum. Sumarleyfið í Gdansk er ferlega skemmtilegt og Súsanna uppgötvar ansi margt um sjálfa sig, fjölskyldu sína og hitt landið sitt, Pólland.
Súsanna kemst að því að hún talar stundum eins og smákrakki á pólsku en stundum eins og gömul kona, og sum orð kann hún bara á öðru tungumálinu. Við dvölina verður hún svolítið ringluð yfir því hvort hún er Íslendingur eða Pólverji, hún upplifir sig nefnilega stundum sem útlending í báðum löndunum. En þegar hún kynnist Sonju, sem er hálfsænsk og hálfpólsk, áttar hún sig á því að það er bara eðlilegt að finnast maður stundum vera útlendingur, sérstaklega þegar maður er hálfútlenskur!
Þankaganga Myslobieg 2 – Súsanna í Póllandi er sjálfstætt framhald af Þankaganga Myslobieg.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun